ÁBYRGÐ..og þá hvers?

Jæja það kom að því að ég settist niður og skrifaði meira...það þurfti mikið til og það er mikið vatn runnið til sjávar frá því að ég setti inn hér síðast. (kem að því síðar!)
Það sem brennur á mér núna er mál málanna, þ.e. umfjöllun Kasljóss um læknadóp og það alvarlega , grafalvarlega ástand sem við erum í sem foreldrar, og þjóðfélagsþegnar.
Og hvar liggur ábyrgðin? Hverjum er hvað að kenna og á hvern get ég bent svo að ég líti nú gáfulega út? Tja.. ef ég byrja á sjálfri mér þá þarf ég að sýna mínum börnum gott fordæmi, með hegðun,, gera það sem ég segi, eins og fíni USA frasinn útleggst nú út á okkar góða tungumáli..
Ég þurfti sem foreldri barns í grunnskóla að gera kröfu á starfsmenn skólans þegar kom að aðbúnaði barna minna...Eg þurfti sem foreldri barns í neyslu að gera kröfu á Barnaverndarnefnd og starfsfólk stofnanna sem komu að því að koma öðru barna minna á ,,beinu" brautina, kröfu um að þau öll gerðu sitt besta...
Enn er ég ekki farin að benda á neinn..og þá lít ég ekki svo gáfulega út eða hvað? Jú! því ég er að gera eitthvað..ég sit ekki og bíð eftir að einhver annar geri eitthvað..ég lét ekki segja mér að bíða eftir ,,botni" barnsins og ég tók tiltali þegar (upp til hópa ) frábært starfsfólk Barnaverndar og Stuðla sagði mér hvað væri okkur fyrir bestu..
Það er, að ég held málið...við verðum að taka ábyrgð, hvert og eitt..ekki láta segja okkur eitthvað sem stangast á við innsæi okkar en hlusta og taka tiltali frá þeim sem oft eru með lausn, þó hún hugnist manni ekki...
meira seinna...

Sigrún, sem tekur tiltali...stundum..


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband