Að vaska upp??!!

Þegar ég var krakki og unglingur (12-20 ára) þá gat ég ekki með nokkru móti skilið pirring móður minnar þegar hún kom heim úr vinnunni og það var óhreint í eldhúsvaskinum??

Hvað var málið?

Var ekki hvort sem er vaskað upp eftir kvöldmatinn?

Jú en hvaðan kom þá þetta óhreina leirtau?

Kannski frá því um morguninn þegar allir nærðu sig og stukku síðan út í skóla og vinnu?

Frá því um eftirmiðdaginn þegar óræður fjöldi vina fékk ristað brauð og kakómalt? Kannski en hvað var málið?

Kannski er það lukka að eiga kost á því að komast að svona leyndardómum þegar maður verður sjálfur foreldri og er í rúmlega fullri vinnu eins og mútta hefur alltaf verið í !

Ég skil 100% í dag hversu niðurdrepandi það er að koma heim eftir stundum strembin vinnudag og horfa inní eldhús á skítugt leirtau! Þannig að elsku mútta: FYRIRGEFÐU MÉR !! 

Það er í raun stórmerkilegt að eiga kost á því að fá svör við hlutunum svona á fullorðins árum og það að verða sjálf foreldri eykur skilning minn á meintu skilningsleysi foreldra minna svo mikið er víst!

Ég var alltaf sú eina sem ekki fékk að vera úti til: 22, 23 eða 00 og hét því að mín börn skildu ekki búa við þetta harðræði! En viti menn! sumt skilaði sér ómengað til barnanna minna sbr. útivistartíminn!

En einnig sú lífsýn að allir eru jafnir og að maður ber virðingu fyrir sér eldri!

Ekki var það meira í bili en ég get lofað sjálfri mér því að þetta er rétt að byrja!

Góðar stundir allir þarna úti!

Strúnfríður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Sæl Strúnfríður og takk fyrir að samþykkja mig   Guð hvað ég kannast við þetta, finnst ég stundum vera endursýning af móður minni, bæði í tuðinu og hressileika. Rétt eins og ég tala um á mínu bloggi með matartímana.

Verður gaman að fylgjast með þér hér. 

M, 21.2.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Sigurlaug Kristjánsdóttir

Mikið er ánægjulegt að sjá þig í bloggheimum mín kæra. Það er ansi merkilegt hvernig gangur lífsins er og ég held að það kannist margir við þessar pælingar Hlakka til að lesa frá þér snúlla

 Múfúmama

Sigurlaug Kristjánsdóttir, 21.2.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sæl nafna og frænka,

Þú ert örugglega góður vitnisburður um elsku og aga foreldra þinna!  Ég var ekki nærri því svona fljót að viðurkenna hvað ég væri í raun líkur uppalandi og móðir mín sáluga! En....fannst systir mín lifandi eftirmynd hennar!

Ég hlakka til að fylgjast með þér á blogginu.  Kv. Sigrún Jónsdóttir 

Sigrún Jónsdóttir, 22.2.2008 kl. 23:28

4 identicon

Góðan daginn alnafna og frænka!

Takk fyrir innlitið Ég held að við náum árangri þegar okkur tekst að halda í það sem vel var gert í okkar uppeldi og koma því þannig áfram til barna okkar eins og ég sagði þá ólst ég upp við það að sýna öllum virðingu og að við værum öll jöfn og legg ég mikla áherlsu á að innprenta mínum drengjum þann boðskap.

bestu kveðjur,

Sigrún 

Sigrún (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband