Er skólinn fyrir stráka og eða stelpur?

Góðan daginn!

Fyrirsögnin er í raun efni í bók en ég var að velta því fyrir mér afhverju mjög vel gefinn ungur maður dró á eftir sér lappirnar í 9 og 10 bekk sökum námsleiða en fer síðan í menntaskóla og kemur glaður heim á hverjum degi? 

Hm.. ég held að grunnskólinn eins og hann er í dag sé ekki sniðinn að þörfum drengja, þ.e allra drengja.

Þegar maður á strák sem er klárlega vel gefinn en hefur ekki nokkra lyst á að læra heima en fer síðan í framhaldsskóla(að eigin vali) og blómstrar hvað þýðir það? Ég held að það vanti mikið uppá að hvetja og koma til móts við stráka og stelpur í þremur elstu bekkjum grunnskólans þegar þau hafa ekki þann sama áhuga á bóklegu námi og ,,venjulegir" krakkar hafa (hef reyndar ekki hitt ,,venjulegan" krakka ennþá) Er að velta því fyrir mér hvort að við ættum fleiri iðnaðarmenn og aðra sem flokkast undir verkmenntastéttir ef að í grunnskólanum væri tekið á þessum málum af festu og áhuga?

Afhverju eru samræmd próf eingöngu í bóklegum grunnfögum og stærðfræði?

Afhverju er ekki strax í 9 bekk vakinn áhugi á verklegri menntun til að sjá hvort að það kviknar námsáhugi hjá þeim krökkum sem ekki eru ,fyrir bókina" ?

Ég vildi sjá grunnskólann vakna til lífsins og sjá að ekki eru allir krakkar með þol,áhuga eða getu til að sitja í 2x 40 mín. og læra landarfræði og stærðfræði en gætu auðveldlega haldið athygli og áhuga ef efnið væri verklegt!

Hvernig stendur á því að verkmenntun og iðnmenntun er enn í dag litinn ,,hrokafullu" hornauga?

Sé ekki alveg hvernig við ætlum okkur að komast af án þess að geta leitað til þessara stétta oft og iðulegaCrying

Bara svo það sé alveg á hreinu þá ber ég mikla virðingu fyrir kennurum, hef átt því láni að fagna að hitta nokkra frábæra í gegnum mína skólagöngu og einnig í gegnum skólasetu srákanna minna. Ég hef einnig hitt kennara sem eru einhverra hluta vegna útbrunnir í starfi og það er svo skrítið að það tengist hvorki aldri né starfsaldri!? 

Hvað er það þá sem prýðir góðan kennara? Hann/hún þarf að vera vel að sér í því sem hann/hún þarf að koma frá sér, hafa getu til að koma því frá sér(ekki sjálfgefið) hafa alúð, skilning og áhuga á að meta hvert barn fyrir sig og geta haft aga í bekknum sínum!

Ég segi fyrir mig að svona kennara vill ég borga góð laun (með sköttunum mínum) því þetta eru miklar kröfur sem ég set fram.

Ég man ekki eftir öllum mínum kennurum, enda var ég í 4 grunnskólum (6-16 ára) en þeir kennarar sem sitja eftir í minningunni skildu líka eftir sig bróðurpart þess námsefnis sem þeir/þær kenndu mér! Skrítin tilviljun eða hvað?

Ekki var það fleira í bili, en þetta efni er mér rétt rúmlega hugleikiðHeartGrin svo það poppar upp aftur svo mikið er víst!

Góðar stundir

Strúnfríður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Er mikið sammála þér. Finnst eins og skólakerfið sé gert bara fyrir vissan hóp. Við erum öll svo ólík og með mismunandi hæfileika.  Hafði einmitt áhyggjur af stærðfræðinni hjá dóttur minni og hughreysti kennarinn hennar þá mig með því að segja hana svo hæfileikaríka á öðrum sviðum eins og lestri, skrift,myndlist og sögugerð sem er alveg rétt. En... samt eru þau öll prófuð í eins og þú segir í stærðfræði og bóklegum grunnfögum til samræmds prófs.  hVar fá hæfileikar dóttur minnar að njóta sín í þessu kerfi ? Og eins mætti skólakerfið hvetja þau og verðlauna fyrir góðmennsku og kurteisi eins og gert er í sumum skólum erlendis. Ekki veitir af eins og ástandið er í hegðunarmálum í dag.

M, 24.2.2008 kl. 11:28

2 identicon

Daginn!

Það eru til svo skemmtileg kenning sem tekur á þessu og eru hún kölluð fjölgreindarkenningin og höfundur hennar er Howard Gardner.

Þessi kenning tekur á því að við erum öll greind en erum stödd á misjöfnum stað, hver og eitt. Þessar greindir eru 8 talsins; málgerind, tónlistargreind,rök-og stærðfræðigreind, rýmisgreind, líkams-og hreyfigreind, samskiptagreind, sjálfsþekkingargreind og umhverfisgreind.

Námsgagnastofnun gaf út bók 2005 í þýðingu Erlu Kristjánsdóttur sem heitir: Klárari en þú heldur og þessi bók gefur góða innsýn í þessa keninngu og er frábær fyrir alla forledra held ég

Bestu kveðjur,

Strúnfríður 

Strúnfríður (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 17:13

3 identicon

Hæ frænka,

Flott siða.. Langar bara að kommenta.

flott blogg.

Kv . Pési vesen

Pétur (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 18:54

4 identicon

Takk fyrir það P.Vesen

Síúnhrænka 

Strúnfríður (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:00

5 Smámynd: Sigurlaug Kristjánsdóttir

Góður punktur, það kann ekki góðri lukku að stýra að skella öllum í sama mótið

Sigurlaug Kristjánsdóttir, 27.2.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband