Einu sinni var mamma sem ekki tók nei fyrir svar...

Einu sinni var ung kona sem átti lítinn dreng. Drengurinn var í leikskóla, sérfræðingar leikskólans komu að máli við mömmuna og sögðust hafa sterkan grun um að drengurinn væri ofvirkur og með athyglisbrest.

Mamman hlustaði á sérfræðingana og samþykkti að drengurinn yrði skoðaður vel og vandlega með þessa meintu greiningu að leiðarljósi.

í millitíðinni fór mamman til útlanda og þar fór hún í stóra bókabúð og keypti allar þær bækur sem hún fann um ofvirkni og athyglisbrest(ADHD eða AMO)

Eftir allan lesturinn komst hún að þeirri niðurstöðu að drengurinn var langt frá því að vera með AMO en upp komu grunsemdir hjá henni að hann væri jafnvel þunglyndur!

Hvernig má það vera? Hvernig getur lítill drengur sem fær alla athygli heimsins og mikla ástúð frá öllum sínum nánustu verið þunglyndur?  Mamman gaf þetta hugboð ekki eftir og viti menn eftir ansi langa þrautargöngu kom í ljós að svo var!

Hvað tók þá við, jú lyfjagjöf var það sem frá fræðingunum kom en lítið annað. Eftir mikið þref og marga fundi með sérfrærðingum kom í ljós að hann hefði mjög gott af því að fá stuðningsfjölskyldu til að hvíla sig og einnig til að hvíla foreldranna.

Mamman fór af stað að skoða hvað væri í boði fyrir drenginn en við fyrstu sýn virtist bara vera í boði að finna stuðningsfjölskyldu í borginni, mamman var ekki á sömu skoðun(ekki nýtt!) og spurði hvort hann gæti fengið að fara útí sveit einu sinni í mánuði því mamman var þess fullviss að hann þyrfti að komast í burtu frá þessum venjulegu áreitum sem eru inná venjulegum borgarheimilum.

Já nei það var ekkert fordæmi sjáðu til fyrir því að barn fengi stuðningsfjölskylu úti sveit og svo voru foreldrar drengsins líka giftir, í vinnu og ekki var óregla á heimilinu svo hann var alsekki í forgagni blessaður drengurinn!

Mamman bauð þartilgerðum yfirvöldum félagsmála að segja upp, skilja og koma síðan við í ÁTVR og viðhald því ástandi þar til drengurinn gæti skapað þetta fordæmi!!

Í stuttu máli sagt: Drengurinn fékk að fara einu sinni í mánuði uppí sveit til hjóna sem voru englar í mannsmynd(engar ýkjur!) og afleiðingarnar voru svo skýrar: HANN BLÓMSTRAÐI!!!

Hann fékk líka að fara eina viku að vori til þeirra og svo aðra viku að hausti, efir það datt þetta uppfyrir þar sem þessi góðu hjón tóku að sér langtíma-vistunarbörn.

Hver er svo mórallinn í sögunni? Ekki láta segja þér hvað sem, lestu þér til og hlustaðu vandlega á eigið tilfinningu og innsæi.

Þessi mamma stendur í dag í allt annari baráttu fyrir annan dreng og það hefur hvarflað að henni að það geti staðið honum fyrir þrifum að eiga sterka mömmu.

Afhverju jú afþví að mamman er jákvæð og vel lesin og ákveðin í að koma drengnum til manns og er ekkert að vælaDevil

Getur verið að það borgi sig ekki alltaf að bera sig vel og vera jákvæður? Getur verið að það tefji fyrir úrlausnum til handa drengnum?

Þetta eru ólíkar baráttur fyrir ólíka drengi en sama mamman er að berjast og það er skrítið að finna að í þessari baráttu eru ekki öll sömu ,,vopnin" að virka! En uppgjöf fór aldrei inní annars ríkan orðaforða mömmunar svo að baráttan heldur áfram og ný ,,vopn" tekin fram!

Ekki var það meira í bili,

Strúnfríður sem er mamma með stóru M-i og ekkert múður! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Heyri að þú mundir vaða eld fyrir strákana þína. Eins gott, enginn annar gerir það og eigum við alltaf að hlusta á eigið innsæi varðandi  börnin okkar.

M  

M, 28.2.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sársaukinn er sannarlega til staðar en réttlætistilfinningin nær svo oft að yfirgnæfa hann!

Ég myndi sannarlega vaða eld fyrir þá og hef eflaust nokkrum sinnum gert það

Þegar það kemur að þeim þá er ég ljónynja

Bkv.

Strúnfríður

Sigrún Jónsdóttir, 28.2.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Börnin okkar eru það eina sem getur virkjað ótrúlegt afl inn í okkur.

Kristín Snorradóttir, 28.2.2008 kl. 18:10

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kærleikurinn er sterkasta aflið!  Ekkert afl er sterkara en móðurkærleikurinn, sagði hún Sigga amma mín alltaf.

Kærleiksríka sterka móðir með ríka réttlætiskennd, fær ekkert stoppað!

Þetta er frábær frásögn hjá þér frænka og ég finn til samkenndar!

Hvaðan fékkst þú nafnið þitt?  Ég var nefnd í höfuð beggja ammanna minna, þeirra Sigríðar og Guðrúnar og gömlu frænkurnar kölluðu mig alltaf Siggu Rúnu.

kær kveðja, 

Sigrún Jónsdóttir, 28.2.2008 kl. 20:35

5 identicon

Kvöldið,

Ég er skýrð í höfuðið á móður-ömmu minni

Bkv.

Sigrún 

Strúnfríður (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 20:48

6 Smámynd: Halla Rut

Stórkostleg lesning.

Til hamingju að vera þú. 

Halla Rut , 28.2.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband