Mamma með ADHD og krakki með ADHD

Hvernig er það er ofvirkni arfgeng eða til í alvörunni?

Hm.. eða er þetta eingöngu óþekkt og frekja?

Nei þetta er alvöru og eins og í morgunkorns auglýsingunni: Svona fullorðins!

Það er oft æði skrautlegt þegar tveir einstaklingar eiga dagleg samskipti sem eru báðir með ADHD og ekki verður það einfaldara þegar þetta eru mæðginGrin

Ég fékk þessa greiningu fyrir nokkuð mörgum árum og tók henni fagnandi því að ég var satt best að segja farin að halda að ég væri geimvera! 

Án gríns þá er það stórmál að fara í gegnum lífið með svona ,hæfileika" án þess að gera sér grein fyrir því.

Hvatvísi, hröð hugsun, fljótfærni, gleymska, skortur á að lesa umhverfið og svo ótal margt fleira sem tefur mann leynt og ljóst í gegnum lífið.

Rétt áður en ég fór í gegnum greininguna þá datt í fangið á mér bók sem mér finnst hreint út sagt frábær, hún heitir: You mean I'm not lazy, stubid or crasy? (man ekki hvað höfundarnir heita enda nýbúin að lána bókina) Þessi bók er skrifuð af tveimur konum sem báðar eru með ADHD, önnur er geðhjúkrunarfræðingur og hin félagsráðgjafi. Bókin fjallar um ADHD á svo skemmtilegan hátt og ég upplifði ,,ljósið" eftir lesturinn þ.e. það að ég var og er bara í góðu lagi en er að slást við ADHD.

Greiningin sjálf var stórt skref og henni fylgdi mikill léttir því að það er svo mkiið sjálfsniðurrif sem fylgir ADHD, sérstaklega ef það er ekki greint fljótt. Síðan kom sorgin Frown jú hvað ef ég hefði fengið þessa greiningu þegar ég var krakki? Hvar væri ég stödd í dag? Hvaða menntun væri ég með? Hvað hefði orðið úr mér?

Eftir sorgina kom fljótlega gleði þar sem ég áttaði mig á því að ég er bísna vel stödd í lífinuGrin á tvo flotta stráka, á frábæra fjölskyldu og vini og er að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt sem er samskipti við allavega fólk! Það má vel vera að ég hefði orðið barnasálfræðingur eða kennari en hver segir að það sé hægt ennþá? kornung konanGrin 

Litli strákurinn minn er líka með ADHD og ég er sannfærð um að hann nýtur góðs af því að eiga mömmu með ADHD! Það er reyndar líka erfitt því hann kann svo vel á mig því hann veit að við hugsum svo líkt!

En varðandi þetta með sjálfsniðurrifið þá er svo margt sem kemur uppí huga minn þegar ég hugsa um það.

Ég er fullviss um að stelpur greinast síður með ADHD vegna þess að þær hafa oft á tíðum ekki svo mikla hreifiofvirkni og eru því ekki að rekast útaní þennan ,,ramma" sem leik og grunnskólinn setur börnum en eru draumhugar og gleyma en fljóta í gegnum skólagönguna ,,óáreittar" (án greiningar)

Þetta ógreinda ástand kallar samt á að fólkið í kringum mann segir manni ljóst og leynt að maður er klaufi, gleymin, latur taktlaus og tillitslaus og þess vegna fer af stað sjálfsniðurrif sem á sér oftast stað í hausnum á manni en ekki upphátt! Ég var orðin fullorðin þegar ég áttaði mig á því að ég reif sjálfa mig niður stanslaust og átti erfitt með að trúa því ef einhver hrósaði mér. Það er nú samt svo flott falið þetta niðurrif að ég leyfi mér að fullyrða að fæstir af þeim sem hafa t.d. unnið með mér samþykkji það að sjálfsmatið mitt hafi verið bágborið eða að ég hafi ekki haft trú á sjálfri mér!

Þetta er eflaust frekar sundurlaus færsla en það er ofureðlilegt þar sem ég er með ADHD! En það er ekki síst vegna þess að þetta er mitt hjartans mál og mér liggur svo mikið niðri fyrir þegar kemur að  umræðu um ADHD og íslenska skólakerfið og það hvernig það er EKKI að tækla okkur sem höfum þennan hæfileika (ADHD!) Ég vil svo innilega uppræta fordóma í garð okkar sem erum með ADHD og vekja fólk til meðvitundar með það hvað það skiptir miklu máli að bregðast rétt við í samskiptum við börn og unglinga með ADHD, nú þarf ég bara að reyna að raða niður í hausnum á mér öllum þeim fróðleik sem ég bý yfir varðandi þetta málLoL

Bless í bili

Strúnfríður sem er sannarlega ekki löt, heimsk eða brjáluð 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær lesning....og alls ekki sundurlaus!

Var ekki verið að segja frá því í fréttum um daginn, að það væri búið að greina flesta snillinga mannkynssögunnar með ADHL?

Sigrún Jónsdóttir, 2.3.2008 kl. 18:30

2 identicon

Tómir snillingar ekki hægt að segja annað.. 

 RISA knús til þín uppáhaldssystir.. ef það er einhver sem kanna að tækla hlutina þá ert það þú systir góð..

Músan með AMO

Músan (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: M

Spurning að ég útvegi mér lesefni um ADHD  Kannast við margt í lýsingu þinni eins og niðurrif og efasemdir.  Finnst svo flott hvernig þú tæklar hlutina, virkar svo sterk og ákveðin kona    En hvað er AMO ?

M, 3.3.2008 kl. 09:45

4 identicon

 Íslenska heitið AMO= athyglisbrestur með ofvirkni  AD/HD og ADD

músan (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:41

5 identicon

Flott blogg, fattaði þetta eiginlega ekki:

Kv.P.Vesen

Péturj (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 18:39

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góð færsla hjá þér, ég greip sérstaklega þetta með stelpur og ADHD. Stelpan mín er (eins og þú kannski veist) með ADHD en ég er í stöðugu stríði við kennarann hennar því hún er búin að ákveða að það sé ekkert ADHD að stelpunni og af hverju, jú hún segir: "hún hendir ekki bókum og skellir ekki hurðum"!!! fyrir utan það að þó að 100 krakkar séu greindir með ADHD þá er enginn þeirra eins nákvæmlega.

Ég er alveg sannfærð eftir að hafa fylgst með stelpunni minni að ég sé með ADD en bara veit ekki hvert ég get farið í greiningu. 

Huld S. Ringsted, 3.3.2008 kl. 20:42

7 identicon

Kvöldið!

Þetta er mitt hjartans mál og ég er sannfærð um að stelpur fara í gegnum grunnskólann ,,óáreittar" því þær henda ekki bókum eða hlaupa um skólastofuna!

Farðu inná adhd.is og það ættir þú að finna upplýsingar varðandi það hvernig þú getur fengið greiningu.

Ég get líka bent þér á fullt af bókum sem eru flestar á ensku

Bestu kveðjur og takk fyrir öll svörin!

Strúnfríður 

Strúnfríður (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband