Tefur klár móðir dreng í vandræðum?

Já getur það verið að ef barn á móðir sem er vel gefin og fylgin sér að það standi barninu fyrir þrifum?

Ég á strák sem sannarlega þarf að fá stuðning, um það eru allir sammála, skólinn, foreldrarnir og ekki síst Barnavernd Reykajvíkurborgar..Enn!!! drengurinn á svo sterka móður sem fylgir málefnum hans eftir af slíkri festu að niðurstaða Barnaverndar er einfaldlega þessi: Hann er ekki í forgangi!!

Um hvað er ég að tala?

Yngri drengurinn minn sem er með ADHD var núna um áramótin búinn að koma sér út í horn gagnvart skólanum og  mér með skrópi og hegðun sem ekki var ásættanleg(fer ekki út í smáatriði núna)

Skrópið kallaði á að skólinn varð að tilkynna það til Barnaverndar þar sem sameiginlegar tilraunir skóla og foreldra skiluðu ekki árangri. Fulltrúi Barnaverndar hitti fulltrúa skólans og okkur foreldrana og fór síðan heim í hérað með þær upplýsingar, en áður fengum við þær upplýsingar að hann þyrfti sannarlega að fá aðstoð og það sem fyrst, þetta var í endan janúar! Þolinmæðin brast í vikunni og eftir símtal við fulltrúa Barnaverndar kom í ljós að jú hann þarf að fá stuðning og til er úrræði en þar sem drengurinn á foreldra sem standa með honum og berjast þá er hann ekki í forgangi!!!

Þarf ég að leggjast í volæði og aumingjaskap og sýna drengnum fullkomið afskiptaleysi? Get það en því miður þá met ég hann of mikils til að eyða tíma í það! Ég má til með að nefna að ég hafði samband við Barnavernd að fyrra bragði í fyrravor og mér var vísað frá!

Ég geri mér fulla grein fyrir því að börnin er mörg sem hafa það miklu verr en minn drengur það breytir ekki þeirri staðreynd að minn drengur þarf utanað komandi aðstoð og það strax en stað stendur honum fyrir þrifum að eiga foreldra sem eru í lagi!!!!!

Ég er búin að bíða með að skrifa þessa færslu í nokkra daga sökum þess að ég varð svo reið við þessa útskýringu frá Barnavernd, ég er áður búin að taka snúning eldra barninu mínu til varnar(eins hægt er að lesa í annari færlsu hérna) og kem ekki til með hika hálfa sek. með að taka snúning þeim yngri til varnar en þarf alltaf að gera allt vitlaust?

Þet verður ekki lengra í bili en það verður ekki langt í næstu færsluDevil

Góðar stundir þið þarna úti í bloggheimum

Strúnfríður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er örugglega fátt eins erfitt og að standa ráðþrota, þegar velferð barnanna okkar er í húfi

Sigrún Jónsdóttir, 28.3.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband