30.5.2011 | 21:06
ÁBYRGÐ..og þá hvers?
Jæja það kom að því að ég settist niður og skrifaði meira...það þurfti mikið til og það er mikið vatn runnið til sjávar frá því að ég setti inn hér síðast. (kem að því síðar!)
Það sem brennur á mér núna er mál málanna, þ.e. umfjöllun Kasljóss um læknadóp og það alvarlega , grafalvarlega ástand sem við erum í sem foreldrar, og þjóðfélagsþegnar.
Og hvar liggur ábyrgðin? Hverjum er hvað að kenna og á hvern get ég bent svo að ég líti nú gáfulega út? Tja.. ef ég byrja á sjálfri mér þá þarf ég að sýna mínum börnum gott fordæmi, með hegðun,, gera það sem ég segi, eins og fíni USA frasinn útleggst nú út á okkar góða tungumáli..
Ég þurfti sem foreldri barns í grunnskóla að gera kröfu á starfsmenn skólans þegar kom að aðbúnaði barna minna...Eg þurfti sem foreldri barns í neyslu að gera kröfu á Barnaverndarnefnd og starfsfólk stofnanna sem komu að því að koma öðru barna minna á ,,beinu" brautina, kröfu um að þau öll gerðu sitt besta...
Enn er ég ekki farin að benda á neinn..og þá lít ég ekki svo gáfulega út eða hvað? Jú! því ég er að gera eitthvað..ég sit ekki og bíð eftir að einhver annar geri eitthvað..ég lét ekki segja mér að bíða eftir ,,botni" barnsins og ég tók tiltali þegar (upp til hópa ) frábært starfsfólk Barnaverndar og Stuðla sagði mér hvað væri okkur fyrir bestu..
Það er, að ég held málið...við verðum að taka ábyrgð, hvert og eitt..ekki láta segja okkur eitthvað sem stangast á við innsæi okkar en hlusta og taka tiltali frá þeim sem oft eru með lausn, þó hún hugnist manni ekki...
meira seinna...
Sigrún, sem tekur tiltali...stundum..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 20:21
Tefur klár móðir dreng í vandræðum?
Já getur það verið að ef barn á móðir sem er vel gefin og fylgin sér að það standi barninu fyrir þrifum?
Ég á strák sem sannarlega þarf að fá stuðning, um það eru allir sammála, skólinn, foreldrarnir og ekki síst Barnavernd Reykajvíkurborgar..Enn!!! drengurinn á svo sterka móður sem fylgir málefnum hans eftir af slíkri festu að niðurstaða Barnaverndar er einfaldlega þessi: Hann er ekki í forgangi!!
Um hvað er ég að tala?
Yngri drengurinn minn sem er með ADHD var núna um áramótin búinn að koma sér út í horn gagnvart skólanum og mér með skrópi og hegðun sem ekki var ásættanleg(fer ekki út í smáatriði núna)
Skrópið kallaði á að skólinn varð að tilkynna það til Barnaverndar þar sem sameiginlegar tilraunir skóla og foreldra skiluðu ekki árangri. Fulltrúi Barnaverndar hitti fulltrúa skólans og okkur foreldrana og fór síðan heim í hérað með þær upplýsingar, en áður fengum við þær upplýsingar að hann þyrfti sannarlega að fá aðstoð og það sem fyrst, þetta var í endan janúar! Þolinmæðin brast í vikunni og eftir símtal við fulltrúa Barnaverndar kom í ljós að jú hann þarf að fá stuðning og til er úrræði en þar sem drengurinn á foreldra sem standa með honum og berjast þá er hann ekki í forgangi!!!
Þarf ég að leggjast í volæði og aumingjaskap og sýna drengnum fullkomið afskiptaleysi? Get það en því miður þá met ég hann of mikils til að eyða tíma í það! Ég má til með að nefna að ég hafði samband við Barnavernd að fyrra bragði í fyrravor og mér var vísað frá!
Ég geri mér fulla grein fyrir því að börnin er mörg sem hafa það miklu verr en minn drengur það breytir ekki þeirri staðreynd að minn drengur þarf utanað komandi aðstoð og það strax en stað stendur honum fyrir þrifum að eiga foreldra sem eru í lagi!!!!!
Ég er búin að bíða með að skrifa þessa færslu í nokkra daga sökum þess að ég varð svo reið við þessa útskýringu frá Barnavernd, ég er áður búin að taka snúning eldra barninu mínu til varnar(eins hægt er að lesa í annari færlsu hérna) og kem ekki til með hika hálfa sek. með að taka snúning þeim yngri til varnar en þarf alltaf að gera allt vitlaust?
Þet verður ekki lengra í bili en það verður ekki langt í næstu færslu
Góðar stundir þið þarna úti í bloggheimum
Strúnfríður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2008 | 18:41
Mamma með ADHD og krakki með ADHD
Hvernig er það er ofvirkni arfgeng eða til í alvörunni?
Hm.. eða er þetta eingöngu óþekkt og frekja?
Nei þetta er alvöru og eins og í morgunkorns auglýsingunni: Svona fullorðins!
Það er oft æði skrautlegt þegar tveir einstaklingar eiga dagleg samskipti sem eru báðir með ADHD og ekki verður það einfaldara þegar þetta eru mæðgin
Ég fékk þessa greiningu fyrir nokkuð mörgum árum og tók henni fagnandi því að ég var satt best að segja farin að halda að ég væri geimvera!
Án gríns þá er það stórmál að fara í gegnum lífið með svona ,hæfileika" án þess að gera sér grein fyrir því.
Hvatvísi, hröð hugsun, fljótfærni, gleymska, skortur á að lesa umhverfið og svo ótal margt fleira sem tefur mann leynt og ljóst í gegnum lífið.
Rétt áður en ég fór í gegnum greininguna þá datt í fangið á mér bók sem mér finnst hreint út sagt frábær, hún heitir: You mean I'm not lazy, stubid or crasy? (man ekki hvað höfundarnir heita enda nýbúin að lána bókina) Þessi bók er skrifuð af tveimur konum sem báðar eru með ADHD, önnur er geðhjúkrunarfræðingur og hin félagsráðgjafi. Bókin fjallar um ADHD á svo skemmtilegan hátt og ég upplifði ,,ljósið" eftir lesturinn þ.e. það að ég var og er bara í góðu lagi en er að slást við ADHD.
Greiningin sjálf var stórt skref og henni fylgdi mikill léttir því að það er svo mkiið sjálfsniðurrif sem fylgir ADHD, sérstaklega ef það er ekki greint fljótt. Síðan kom sorgin jú hvað ef ég hefði fengið þessa greiningu þegar ég var krakki? Hvar væri ég stödd í dag? Hvaða menntun væri ég með? Hvað hefði orðið úr mér?
Eftir sorgina kom fljótlega gleði þar sem ég áttaði mig á því að ég er bísna vel stödd í lífinu á tvo flotta stráka, á frábæra fjölskyldu og vini og er að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt sem er samskipti við allavega fólk! Það má vel vera að ég hefði orðið barnasálfræðingur eða kennari en hver segir að það sé hægt ennþá? kornung konan
Litli strákurinn minn er líka með ADHD og ég er sannfærð um að hann nýtur góðs af því að eiga mömmu með ADHD! Það er reyndar líka erfitt því hann kann svo vel á mig því hann veit að við hugsum svo líkt!
En varðandi þetta með sjálfsniðurrifið þá er svo margt sem kemur uppí huga minn þegar ég hugsa um það.
Ég er fullviss um að stelpur greinast síður með ADHD vegna þess að þær hafa oft á tíðum ekki svo mikla hreifiofvirkni og eru því ekki að rekast útaní þennan ,,ramma" sem leik og grunnskólinn setur börnum en eru draumhugar og gleyma en fljóta í gegnum skólagönguna ,,óáreittar" (án greiningar)
Þetta ógreinda ástand kallar samt á að fólkið í kringum mann segir manni ljóst og leynt að maður er klaufi, gleymin, latur taktlaus og tillitslaus og þess vegna fer af stað sjálfsniðurrif sem á sér oftast stað í hausnum á manni en ekki upphátt! Ég var orðin fullorðin þegar ég áttaði mig á því að ég reif sjálfa mig niður stanslaust og átti erfitt með að trúa því ef einhver hrósaði mér. Það er nú samt svo flott falið þetta niðurrif að ég leyfi mér að fullyrða að fæstir af þeim sem hafa t.d. unnið með mér samþykkji það að sjálfsmatið mitt hafi verið bágborið eða að ég hafi ekki haft trú á sjálfri mér!
Þetta er eflaust frekar sundurlaus færsla en það er ofureðlilegt þar sem ég er með ADHD! En það er ekki síst vegna þess að þetta er mitt hjartans mál og mér liggur svo mikið niðri fyrir þegar kemur að umræðu um ADHD og íslenska skólakerfið og það hvernig það er EKKI að tækla okkur sem höfum þennan hæfileika (ADHD!) Ég vil svo innilega uppræta fordóma í garð okkar sem erum með ADHD og vekja fólk til meðvitundar með það hvað það skiptir miklu máli að bregðast rétt við í samskiptum við börn og unglinga með ADHD, nú þarf ég bara að reyna að raða niður í hausnum á mér öllum þeim fróðleik sem ég bý yfir varðandi þetta mál
Bless í bili
Strúnfríður sem er sannarlega ekki löt, heimsk eða brjáluð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.2.2008 | 10:49
Einu sinni var mamma sem ekki tók nei fyrir svar...
Einu sinni var ung kona sem átti lítinn dreng. Drengurinn var í leikskóla, sérfræðingar leikskólans komu að máli við mömmuna og sögðust hafa sterkan grun um að drengurinn væri ofvirkur og með athyglisbrest.
Mamman hlustaði á sérfræðingana og samþykkti að drengurinn yrði skoðaður vel og vandlega með þessa meintu greiningu að leiðarljósi.
í millitíðinni fór mamman til útlanda og þar fór hún í stóra bókabúð og keypti allar þær bækur sem hún fann um ofvirkni og athyglisbrest(ADHD eða AMO)
Eftir allan lesturinn komst hún að þeirri niðurstöðu að drengurinn var langt frá því að vera með AMO en upp komu grunsemdir hjá henni að hann væri jafnvel þunglyndur!
Hvernig má það vera? Hvernig getur lítill drengur sem fær alla athygli heimsins og mikla ástúð frá öllum sínum nánustu verið þunglyndur? Mamman gaf þetta hugboð ekki eftir og viti menn eftir ansi langa þrautargöngu kom í ljós að svo var!
Hvað tók þá við, jú lyfjagjöf var það sem frá fræðingunum kom en lítið annað. Eftir mikið þref og marga fundi með sérfrærðingum kom í ljós að hann hefði mjög gott af því að fá stuðningsfjölskyldu til að hvíla sig og einnig til að hvíla foreldranna.
Mamman fór af stað að skoða hvað væri í boði fyrir drenginn en við fyrstu sýn virtist bara vera í boði að finna stuðningsfjölskyldu í borginni, mamman var ekki á sömu skoðun(ekki nýtt!) og spurði hvort hann gæti fengið að fara útí sveit einu sinni í mánuði því mamman var þess fullviss að hann þyrfti að komast í burtu frá þessum venjulegu áreitum sem eru inná venjulegum borgarheimilum.
Já nei það var ekkert fordæmi sjáðu til fyrir því að barn fengi stuðningsfjölskylu úti sveit og svo voru foreldrar drengsins líka giftir, í vinnu og ekki var óregla á heimilinu svo hann var alsekki í forgagni blessaður drengurinn!
Mamman bauð þartilgerðum yfirvöldum félagsmála að segja upp, skilja og koma síðan við í ÁTVR og viðhald því ástandi þar til drengurinn gæti skapað þetta fordæmi!!
Í stuttu máli sagt: Drengurinn fékk að fara einu sinni í mánuði uppí sveit til hjóna sem voru englar í mannsmynd(engar ýkjur!) og afleiðingarnar voru svo skýrar: HANN BLÓMSTRAÐI!!!
Hann fékk líka að fara eina viku að vori til þeirra og svo aðra viku að hausti, efir það datt þetta uppfyrir þar sem þessi góðu hjón tóku að sér langtíma-vistunarbörn.
Hver er svo mórallinn í sögunni? Ekki láta segja þér hvað sem, lestu þér til og hlustaðu vandlega á eigið tilfinningu og innsæi.
Þessi mamma stendur í dag í allt annari baráttu fyrir annan dreng og það hefur hvarflað að henni að það geti staðið honum fyrir þrifum að eiga sterka mömmu.
Afhverju jú afþví að mamman er jákvæð og vel lesin og ákveðin í að koma drengnum til manns og er ekkert að væla
Getur verið að það borgi sig ekki alltaf að bera sig vel og vera jákvæður? Getur verið að það tefji fyrir úrlausnum til handa drengnum?
Þetta eru ólíkar baráttur fyrir ólíka drengi en sama mamman er að berjast og það er skrítið að finna að í þessari baráttu eru ekki öll sömu ,,vopnin" að virka! En uppgjöf fór aldrei inní annars ríkan orðaforða mömmunar svo að baráttan heldur áfram og ný ,,vopn" tekin fram!
Ekki var það meira í bili,
Strúnfríður sem er mamma með stóru M-i og ekkert múður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2008 | 17:42
Er skólinn fyrir stráka og eða stelpur?
Góðan daginn!
Fyrirsögnin er í raun efni í bók en ég var að velta því fyrir mér afhverju mjög vel gefinn ungur maður dró á eftir sér lappirnar í 9 og 10 bekk sökum námsleiða en fer síðan í menntaskóla og kemur glaður heim á hverjum degi?
Hm.. ég held að grunnskólinn eins og hann er í dag sé ekki sniðinn að þörfum drengja, þ.e allra drengja.
Þegar maður á strák sem er klárlega vel gefinn en hefur ekki nokkra lyst á að læra heima en fer síðan í framhaldsskóla(að eigin vali) og blómstrar hvað þýðir það? Ég held að það vanti mikið uppá að hvetja og koma til móts við stráka og stelpur í þremur elstu bekkjum grunnskólans þegar þau hafa ekki þann sama áhuga á bóklegu námi og ,,venjulegir" krakkar hafa (hef reyndar ekki hitt ,,venjulegan" krakka ennþá) Er að velta því fyrir mér hvort að við ættum fleiri iðnaðarmenn og aðra sem flokkast undir verkmenntastéttir ef að í grunnskólanum væri tekið á þessum málum af festu og áhuga?
Afhverju eru samræmd próf eingöngu í bóklegum grunnfögum og stærðfræði?
Afhverju er ekki strax í 9 bekk vakinn áhugi á verklegri menntun til að sjá hvort að það kviknar námsáhugi hjá þeim krökkum sem ekki eru ,fyrir bókina" ?
Ég vildi sjá grunnskólann vakna til lífsins og sjá að ekki eru allir krakkar með þol,áhuga eða getu til að sitja í 2x 40 mín. og læra landarfræði og stærðfræði en gætu auðveldlega haldið athygli og áhuga ef efnið væri verklegt!
Hvernig stendur á því að verkmenntun og iðnmenntun er enn í dag litinn ,,hrokafullu" hornauga?
Sé ekki alveg hvernig við ætlum okkur að komast af án þess að geta leitað til þessara stétta oft og iðulega
Bara svo það sé alveg á hreinu þá ber ég mikla virðingu fyrir kennurum, hef átt því láni að fagna að hitta nokkra frábæra í gegnum mína skólagöngu og einnig í gegnum skólasetu srákanna minna. Ég hef einnig hitt kennara sem eru einhverra hluta vegna útbrunnir í starfi og það er svo skrítið að það tengist hvorki aldri né starfsaldri!?
Hvað er það þá sem prýðir góðan kennara? Hann/hún þarf að vera vel að sér í því sem hann/hún þarf að koma frá sér, hafa getu til að koma því frá sér(ekki sjálfgefið) hafa alúð, skilning og áhuga á að meta hvert barn fyrir sig og geta haft aga í bekknum sínum!
Ég segi fyrir mig að svona kennara vill ég borga góð laun (með sköttunum mínum) því þetta eru miklar kröfur sem ég set fram.
Ég man ekki eftir öllum mínum kennurum, enda var ég í 4 grunnskólum (6-16 ára) en þeir kennarar sem sitja eftir í minningunni skildu líka eftir sig bróðurpart þess námsefnis sem þeir/þær kenndu mér! Skrítin tilviljun eða hvað?
Ekki var það fleira í bili, en þetta efni er mér rétt rúmlega hugleikið svo það poppar upp aftur svo mikið er víst!
Góðar stundir
Strúnfríður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.2.2008 | 17:24
Að vaska upp??!!
Þegar ég var krakki og unglingur (12-20 ára) þá gat ég ekki með nokkru móti skilið pirring móður minnar þegar hún kom heim úr vinnunni og það var óhreint í eldhúsvaskinum??
Hvað var málið?
Var ekki hvort sem er vaskað upp eftir kvöldmatinn?
Jú en hvaðan kom þá þetta óhreina leirtau?
Kannski frá því um morguninn þegar allir nærðu sig og stukku síðan út í skóla og vinnu?
Frá því um eftirmiðdaginn þegar óræður fjöldi vina fékk ristað brauð og kakómalt? Kannski en hvað var málið?
Kannski er það lukka að eiga kost á því að komast að svona leyndardómum þegar maður verður sjálfur foreldri og er í rúmlega fullri vinnu eins og mútta hefur alltaf verið í !
Ég skil 100% í dag hversu niðurdrepandi það er að koma heim eftir stundum strembin vinnudag og horfa inní eldhús á skítugt leirtau! Þannig að elsku mútta: FYRIRGEFÐU MÉR !!
Það er í raun stórmerkilegt að eiga kost á því að fá svör við hlutunum svona á fullorðins árum og það að verða sjálf foreldri eykur skilning minn á meintu skilningsleysi foreldra minna svo mikið er víst!
Ég var alltaf sú eina sem ekki fékk að vera úti til: 22, 23 eða 00 og hét því að mín börn skildu ekki búa við þetta harðræði! En viti menn! sumt skilaði sér ómengað til barnanna minna sbr. útivistartíminn!
En einnig sú lífsýn að allir eru jafnir og að maður ber virðingu fyrir sér eldri!
Ekki var það meira í bili en ég get lofað sjálfri mér því að þetta er rétt að byrja!
Góðar stundir allir þarna úti!
Strúnfríður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.2.2008 | 21:53
Í fyrsta skipti!
Góða kvöldið.
Það kom að því að svona málglöð kona færi að blogg ekki satt?
Mútta mín er búin að pressa á mig í langan tíma svo við sjáum til hvort að ég hef frá einhverju að segja.
Það sem hvílir hvað mest á mér þessa dagana eru veikindi föðurs míns, en það er arfavont að geta ekkert gert annað en að sýna blíðu og umhyggju. Ég er að fást við mörg krefjandi verkefni sem ég fer ekki útí í smá atriðum hérna en þau eru spennandi og erfið í sömu hendingu!
Jæja meira er það ekki í bili, ekki gott að skrifa á næturnar skilst mér eftir að hafa óvart lesið bloggið hans Össurar! Vont að vera svona illur úti fólk sem maður getur ekki haft áhrif á á neinn hátt!
Bestu kveðjur,
Strúnfríður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)